Images

Börger 4 lunch

Halló!

Ég ætla að prófa að halda uppi bloggi þar sem að margir hafa hvatt mig til þess undanfarna mánuði. Fyrst og fremst ætla ég að blogga um mat og matargerð -en aldrei að vita nema að ég hendi einhverju öðru sniðugu hingað inn 🙂

Ég er að prófa mig áfram á þessu “blogg systemi” svo að þetta verður meira pró þegar að ég er búin að læra almennilega á þetta allt saman.

ANYWAYS þá ætla ég að henda inn börgernum sem að ég fékk mér í hádeginu…

Innihaldið:

Ungnautahakk
Plómutómatar
Rauðlaukur
Hvítlaukur
Ólífu olía
Spínat
Avocado
Kóríander
Heilkornabrauð
Sýrður rjómi
Alfa alfa spýrur
Sætar kartöflur
Timian
Maldon salt

Ég var með rautt pestó á brauðinu. Ef að þið hafið tíma til þess að gera pestóið sjálf, þá mæli ég með því 🙂 Annars er hægt að kaupa gott rautt pestó frá Filippo Berio og Ítalíu.

Innihald:
Allt sett í mixer eða matvinnsluvél.

1x Sólkysstir tómatar í krukku
1-2 stk laukur
1-2 stk ferskir tómatar
1-2 tsk maldon salt
Chilli eftir smekk, ég kaupi vanalega þurrkaðar chilli flögur.
Svo bætir maður ólífuolíu og smá sítrónusafa við þar til að pestóið er mjúkt.
-Einnig gott að bæta við furuhnetum, ólífum eða grænu epli.

Ég elska að hafa guacamole eða avocadosneiðar með hamborgurum!
Ég byrjaði á því að mauka saman með gaffli avócadóið, limesafann og ólífuolíuna.

Í guacamoleið setti ég;
2 avocado
1 hvítlausgeira
2-3 msk rauðlauk
4 mini plómutómata
2 msk ólífuolíu
2 msk. limesafi
1 tsk maldon salt
og svo kóríander eftir smekk!

ENJOY.
MAGGIEBI

Advertisements
Advertisements