PlayWithYourFood!

Þegar að ég geri smárétti/eftirrétti finnst mér gaman að “leika mér með matinn”.

Ég vil samt hafa hlutina einfalda. Þegar að ég skreyti matinn reyni ég helst bara nota þau hráefni sem að eru þegar í réttnum. Mér finnst allt of oft fólk skreyta mat með einhverju sem að er fallegt en passar engan veginn með því sem er verið að matreiða.  Það sem er ennþá verra er þegar að skrautið  er óætt. Flestir hafa líklega lent í því að vera í boði og tekið upp fallega möffein og þurft að velta því fyrir sér hvað af þessu skrauti sé nú ætt og/eða hvort maður þurfi í alvörunni að sleikja kremið af skrautinu og leggja það pent á servíettuna!?

Mér finnst allavega girnilegra að fá mér djúsí jarðaber frekar en glimmer-barbiehaus með mögulegum lakkrísmaskara á möffeinsið mitt. 

Image 

Svo borðar fólk bara glimmer eins og enginn sé morgundagurinn.

Fólk á það til að vera rosalega framandi þegar að það ætlar loksins að elda eitthvað annað heldur en þetta venjulega. Það er gaman að leika sér með mat, en hann þarf líka að vera bragðgóður og fallegur.

Ég ætla að henda inn nokkrum af mínum myndum af millimálum og eftirréttum;

 

Image

 

RAW konfekt molar. Í bleiku hjarta fyllingunni notaði ég hindber, kókosolíu og cashew hnetur. Í grænu fyllinguni notaði ég pistasíuhnetur, macademia hnetur, maple síróp og kókosolíu.

 

Image

Melónu-Kiwi-Feta kubbur! Skreytti síðan með myntu, finnst hún mjög góð með vatnsmelónu 🙂

 

Image

RAW chicks 🙂 Skreytti þær með peacan hnetum, möndlum, þurrkuðum bláberjum og þurrkuðum trönuberjum! 

 

Bkv. MaggieBi

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Advertisements
%d bloggers like this: