Monthly Archives: October 2013

Súkkulaðimús m/rjóma

Súkkulaðimús m/rjóma fyrir tvo!

Image

Innihald:

2 egg

60gr súkkulaði

2tsk sykur

Aðferð:

-Læt súkkulaðið bráðna í skál yfir pot m/heitu vatni í

-Aðskil eggjarauðuna frá eggjahvítunni

-Hræri eggjahvíturnar saman þar til þær verða flöffí og bæti 2tsk af sykri við 

-Blanda eggjarauðunum við brædda súkkulaðið

-Tek síðan 1/3 af eggjahvítunum og blanda við súkkulaðið

-Svo í lokin blanda ég rólega restinni af eggjahvitunum og súkkulaðinu saman

-Set í tvær skálar og inn í ísskáp í 4 klst.

PS. Í lokin á að hræra hægt saman bara rétt svo að það blandist.

ENJOY.

Advertisements

Passion4baking

Mér finnst persónulega ekki gaman að baka en ég ákvað að skella í eina köku í gær eftir að hafa rekist á flottustu bökunarsíðu sem að ég hef á ævi minni séð!

Þessi kona er frá Noregi og bakar allt mögulegt.. cakepops, macarónur, kökur, sælgæti og svo lengi mætti telja. Flest allt sem hún gerir er í pastel litum og retróstíl. Þessi kona sem heitir Manuela Kjeilen heldur uppi facebooksíðu, heimasíðu og instagrammi undir nafninu passion4baking. Mæli með að þið skoðið þetta hjá henni 🙂

Hér eru nokkrar myndir af því sem að hún gerir;

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Bkv. MaggieBi

 

 

Tagged

PlayWithYourFood!

Þegar að ég geri smárétti/eftirrétti finnst mér gaman að “leika mér með matinn”.

Ég vil samt hafa hlutina einfalda. Þegar að ég skreyti matinn reyni ég helst bara nota þau hráefni sem að eru þegar í réttnum. Mér finnst allt of oft fólk skreyta mat með einhverju sem að er fallegt en passar engan veginn með því sem er verið að matreiða.  Það sem er ennþá verra er þegar að skrautið  er óætt. Flestir hafa líklega lent í því að vera í boði og tekið upp fallega möffein og þurft að velta því fyrir sér hvað af þessu skrauti sé nú ætt og/eða hvort maður þurfi í alvörunni að sleikja kremið af skrautinu og leggja það pent á servíettuna!?

Mér finnst allavega girnilegra að fá mér djúsí jarðaber frekar en glimmer-barbiehaus með mögulegum lakkrísmaskara á möffeinsið mitt. 

Image 

Svo borðar fólk bara glimmer eins og enginn sé morgundagurinn.

Fólk á það til að vera rosalega framandi þegar að það ætlar loksins að elda eitthvað annað heldur en þetta venjulega. Það er gaman að leika sér með mat, en hann þarf líka að vera bragðgóður og fallegur.

Ég ætla að henda inn nokkrum af mínum myndum af millimálum og eftirréttum;

 

Image

 

RAW konfekt molar. Í bleiku hjarta fyllingunni notaði ég hindber, kókosolíu og cashew hnetur. Í grænu fyllinguni notaði ég pistasíuhnetur, macademia hnetur, maple síróp og kókosolíu.

 

Image

Melónu-Kiwi-Feta kubbur! Skreytti síðan með myntu, finnst hún mjög góð með vatnsmelónu 🙂

 

Image

RAW chicks 🙂 Skreytti þær með peacan hnetum, möndlum, þurrkuðum bláberjum og þurrkuðum trönuberjum! 

 

Bkv. MaggieBi

 

Börger 4 lunch

Halló!

Ég ætla að prófa að halda uppi bloggi þar sem að margir hafa hvatt mig til þess undanfarna mánuði. Fyrst og fremst ætla ég að blogga um mat og matargerð -en aldrei að vita nema að ég hendi einhverju öðru sniðugu hingað inn 🙂

Ég er að prófa mig áfram á þessu “blogg systemi” svo að þetta verður meira pró þegar að ég er búin að læra almennilega á þetta allt saman.

ANYWAYS þá ætla ég að henda inn börgernum sem að ég fékk mér í hádeginu…

Innihaldið:

Ungnautahakk
Plómutómatar
Rauðlaukur
Hvítlaukur
Ólífu olía
Spínat
Avocado
Kóríander
Heilkornabrauð
Sýrður rjómi
Alfa alfa spýrur
Sætar kartöflur
Timian
Maldon salt

Ég var með rautt pestó á brauðinu. Ef að þið hafið tíma til þess að gera pestóið sjálf, þá mæli ég með því 🙂 Annars er hægt að kaupa gott rautt pestó frá Filippo Berio og Ítalíu.

Innihald:
Allt sett í mixer eða matvinnsluvél.

1x Sólkysstir tómatar í krukku
1-2 stk laukur
1-2 stk ferskir tómatar
1-2 tsk maldon salt
Chilli eftir smekk, ég kaupi vanalega þurrkaðar chilli flögur.
Svo bætir maður ólífuolíu og smá sítrónusafa við þar til að pestóið er mjúkt.
-Einnig gott að bæta við furuhnetum, ólífum eða grænu epli.

Ég elska að hafa guacamole eða avocadosneiðar með hamborgurum!
Ég byrjaði á því að mauka saman með gaffli avócadóið, limesafann og ólífuolíuna.

Í guacamoleið setti ég;
2 avocado
1 hvítlausgeira
2-3 msk rauðlauk
4 mini plómutómata
2 msk ólífuolíu
2 msk. limesafi
1 tsk maldon salt
og svo kóríander eftir smekk!

ENJOY.
MAGGIEBI

Advertisements